Lærum að Hugleiða

Yfirgripsmiklar leiðbeiningar í að hefja og viðhalda hugleiðsluiðkun.

Sri Chinmoy setrið býður reglulega upp á ókeypis hugleiðslunámskeið - til að fá upplýsingar, er hægt er að koma eða hringja í hljóðfærabúðina Sangitamiya, Grettisgötu 7,  s.551-8080 eða kaffihúsið Garðinn, Klapparstíg 37, s.56-12345.

Kaflarnir í lið 1-3 eru allir teknir úr bókinni Hugleiðsla: Lærum að tala tungumál Guðs, sem hægt er að nálgast á Kaffihúsinu Garðinum, Klapparstíg 37, Reykjavík.

1. Hvernig hefja á hugleiðsluiðkun

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Hvað gerist í hugleiðslu?

Video
Myndband: Sri Chinmoy svarar spurningunni - Hvað er hugleiðsla? í viðtali sem tekið var við hann, og í kjölfarið er myndbrot af Sri Chinmoy að hugleiða. Myndband úr myndbandsröðinni Meditation-Silence á Sri Chinmoy TV
Þegar við hugleiðum höfum við hugann rólegan, þöglan og kyrran—án hugsana. Þegar þar er komið þurfum við að vera á verði fyrir því að hugsanir skjóti upp kollinum og hleypa ekki gagnslausum hugsunum inn í hugann. Hugurinn er auður og kyrrlátur og hefur hvorki að geyma góðar eða slæmar hugsanir; alls ekki neitt. Öll tilvera okkar er eins og tómt ílát. Þegar þetta ílát er orðið algjörlega autt getum við kallað fram með allri innri verund okkar óendanlegar Frið, Ljós og Sælu og fyllt ílátið með því. Þetta er hugleiðsla.

Hugleiðsla er eins og að kafa niður á hafsbotninn þar sem allt er rólegt og friðsælt. Á yfirborði hafsins getur verið öldugangur en sjórinn er ósnortinn þegar neðar dregur. Neðst niðri ríkir algjör þögn. Þegar við byrjum að hugleiða reynum við fyrst að ná til okkar eigin innri tilveru, okkar sönnu tilveru—þ.e.a.s. hafsbotnsins. Þá erum við ósnortin af ölduganginum úr ytra heiminum. Ótti, efi, áhyggjur og annað veraldlegt uppnám skolast einfaldlega í burtu því að hið innra með okkur er djúpur friður. Hugsanir hafa ekki truflandi áhrif á okkur því að í huga okkar ríkir aðeins friður, þögn og eining. Hugsanirnar eru eins og fiskar sem stökkva og synda um en skilja ekki eftir sig nein ummerki. Þannig að þegar við náum okkar bestu hugleiðslu finnst okkur við vera hafið og dýrin í sjónum geti ekki komið okkur úr jafnvægi. Okkur finnst við vera himinninn og fuglarnir sem fljúga hjá hafa ekki áhrif á okkur. Hugur okkar er himinninn og hjartað óendanlegt hafið. Þetta er hugleiðsla. 

Sönn ynnri gleði er sjálfsprottin

Óháð ytri aðstæðum

Fljót rennur í og í gegnum þig og ber með sér gleði.

Sú guðlega gleði er eini tilgangur lífsins. 1

Hvað fáum við út úr því að hugleiða?

Hugleiðsla getur gefið okkur tvennt: sjálfsstjórn og sjálfs-umbreytingu. Þetta tvennt fer saman. Þegar við hugleiðum erum við þegar komin með byrjun af sjálfsstjórn og þegar við höfum sjálf-stjórn finnum við að okkur er ómögulegt að ala með okkur ljótar eða óguðlegar hugsanir; við getum ekki lengur lifað í fávisku.

Ef við erum að leita að sönnum friði, sannri gleði og kærleika verðum við að hugleiða. Hinn svokallaði friður, sem við þekkjum úr daglega lífinu, er fimm mínútna friður eftir tíu tíma af kvíða, áhyggjum og vonbrigðum… Með hugleiðslunni öðlumst við guðlegan frið. Segjum svo að við hugleiðum í fimmtán mínútur og á þeim tíma finnum við frið í aðeins eina mínútu nægir sá friður, ef hann er djúpur, að hafa miki áhrif á allan daginn fyrir okkur. Ef við höfum hugleitt klukkan sex að morgni finnum við ennþá innri frið, innri gleði og innra ljós að kvöldi. 2

Hversu oft og lengi ætti ég að hugleiða?

orchidcandles.gif

Ef þú ætlar að lifa andlegu lífi ættir þú að hugleiða a.m.k. einu sinni á dag. Best er að hugleiða snemma á morgnana þegar andrúmsloftið er rólegt og friðsælt.

Til að byrja með ættir þú ekki einu sinni að hugsa um hugleiðslu. Reyndu aðeins að taka frá ákveðinn tíma dags og rleitast við að vera rólegur og þögull og finna að þessar fimm mínútur tilheyra innri verund þinni og engum öðrum. Reglufesta er ákaflega mikilvæg. Það sem þú þarft er regluleg ástundun á föstum tíma.

Viðeigandi rými útbúið

Fyrir hugleiðsluna heima skaltu taka frá eitt horn í herberginu þínu sem þú heldur algjörlega hreinu og fráteknu - staður sem þú helgar aðeins hugleiðslunni.  Daglegu hugleiðsluna er best að iðka einn. Áður er hugleitt er getur verið hjálplegt að fara í sturtu eða bað.  Líka er ráðlegt að klæðast hreinum og léttum fötum.

Það hjálpar líka til að brenna reykelsi og kerti og hafa blóm fyrir framan sig. Ytra blómið minnir á blómið í hjarta þínu. Þegar þú finnur ilminn af reykelsi bætast andagift og hreinleiki við innri fjársjóð þinn. Ef þú horfir í kertalogann finnurðu samstundis hvernig innri logi þinn klífur hátt, hærra, hæast. 

(Hljóðupptaka: Friðarákall - Sri Chinmoy syngur ævaforna bæn um frið á sanskrít, eftir að hafa flutt fallega þýðingu ljóðsins á ensku. Þar á eftir er friðarmantran Shanti tónuð og eitt af friðarlögum Sri Chinmoys á ensku. 3)

Byrjaðu með einbeitingu

Byrjandanum hæfir betur að byrja á einbeitingu. Að öðrum kosti munu milljónir óviðeigandi hugsana ásækja þig um leið og þú reynir að tæma hugann og gera hann rólegan og þér tekst ekki að hugleiða eina einustu sekúndu. Með því að vera einbeittur varnar þú þessum óviðeigandi hugsunum inngöngu. Til að byrja með skaltu því aðeins þjálfa nokkurra mínútna einbeitingu. Síðan getur þú spreytt þið á hugleiðslu eftir nokkrar vikur eða mánuði.

Ef þú vilt efla mátt einbeitingarinnar er hér æfing sem þú getur reynt við. Byrjaðu á því að þvo andlit og augu vandlega með köldu vatni. Gerðu síðan svartan blett á vegginn í augnhæð. Stattu þannig að þú snúir að punktinum í um 25 sm fjarlægð og einbeittu þér að honum. Eftir nokkrar mínútur skaltu reyna að finna að þegar þú andar inn komi andardrátturinn frá punktinum og að punkturinn andi líka og fái andardráttinn frá þér. Reyndu að finna að hér séu tvær persónur; þú og svarti punkturinn. Andardráttur þinn komi frá punktinum og andardráttur hans frá þér.

Video

Hvernig er best að sitja í hugleiðslu?

Í hugleiðslu er mikilvægt að halda hryggsúlunni beinni og uppréttri og líkamanum afslöppuðum. Þú finnur að innri verund þín hjálpar þér sjálfkrafa að finna þægilega stellingu; það er undir þér komið að viðhalda henni. Sumir leitendur vilja hugleiða liggjandi en það er ekki ráðlegt. Þá er hætta á að maður fari inn í heim svefns eða nokkurs konar innra mók.

Hins vegar er ekki nauðsynlegt að sitja í lótus-stellingu, sem er þróuð yoga staða. Margir hugleiða mjög vel sitjandi á stól. 

Á hverjum degi
Er aðeins eitt sem þarf að læra;
hvernig á að vera einlæglega hamingjusamur.

Viðeigandi öndun

Rétt öndun er mjög mikilvæg í hugleiðslu. Reyndu að anda eins hægt og hljóðlega að þér og mögulegt er þannig að ef einhver setti örmjóan þráð fyrir framan nefið á þér myndi hann ekki haggast. Og reyndu að anda jafnvel enn hægar frá þér. Gerðu stutt hlé á milli loka útöndunar og næstu innöndunar ef hægt er. Haltu niðri í þér andanum í nokkrar sekúndur er þú getur. En ef það er erfitt skaltu ekki gera það. Aldrei gera neitt sem skaðar líffæri þín eða öndunarfæri.

Sri Chinmoy hugleiðir, 1996.

Hugleiðsla í hjartanu

Með því að hugleiða í hjartanu ert þú að hugleiða þar sem sálin er. Vissulega fyllir ljós og vitund sálarinnar út í allan líkamann en sá staður, sem sálin heldur oftast til, er hjartað. Ef þú ert að leita að uppljómun færðu hana frá sálinni, sem er í hjartanu. Ef þú veist hvað þú vilt, og hvar það er að finna, er skynsamlegast að leita þangað. Annað er eins og að fara í byggingavöruverslun til að kaupa í matinn.Það munar mjög miklu á því sem hægt er að fá frá huganum annars vegar og hjartanu hins vegar. Hugurinn er takmarkaður; hjartað ótakmarkað. Djúpt innra með þér ert þú óendanlegur friður, ljós og sæla. Það er enginn vandi að öðlast brot af því. Hugleiðsla í huganum getur fært þér það. En þú færð svo óendanlega miklu meira með því að hugleiða í hjartanu.

Hugurinn getur í besta falli gefið þér innblástur, sem er í sjálfu sér takmarkaður. Til þess að öðlast sanna háleita þrá er nauðsynlegt að leita til hjartans. Háleit þrá á rætur í hjartanu vegna þess að uppljómun sálarinnar er alltaf til staðar þar. Með því að hugleiða á hjartað öðlast þú ekki bara háleita þrá heldur er sú þrá uppfyllt með óendanlegum friði, ljósi og sælu sálarinnar.

Viljir þú sá ásjónu Guðs,
verður þú að verja einhverjum tíma dags með Hans útvalda verkfæri:
þínu eigin hjarta.

Hvernig veit ég hvort ég hugleiða vel?

birds.jpg
Friðarfuglar Sri Chinmoys

Þegar þú hugleiðir rétt fylgir því sjálfsprottin innri gleði. Þú hefur hvorki fengið góðar fréttir né gjafir. Þú hefur heldur ekki fengið viðurkenningu frá neinum eða aðdáun. Enginn hefur gert neitt fyrir þig en þú hefur samt þessa innri ánægjutilfinningu. Ef það gerist veistu að þú hugleiðir á réttan hátt.

Það er líka til önnur leið til að vera viss. Ef þú ert að færast á hærra stig finnur þú að líkami þinn verður mjög léttur. Þér finnst þú næstum geta flogið þó þú sért ekki með vængi. Reyndar er það þannig að þegar komið er upp í mjög háan heim getur maður í rauninni séð fugl innra með sér sem getur auðveldlega flogið rétt eins og alvöru fuglar gera.

Ef þú hefur góða tilfinningu fyrir heiminum, ef þú horfir ástúðlegum augum á heiminn þrátt fyrir alla hans ófullkomnun, þá veistu að hugleiðsla þín var góð. Og ef þú ert kraftmikill eftir hugleioðsluna, ef þér finnst þú hafa komið í heiminn til að fá einhverju áorkað - að vaxa inn í ímynd Guðs  og helga þig því að verða verkfæri hans - er það merki um að þú hafir átt góða hugleiðslu. En auðveldasta leiðin til að vita hvort hugleiðslan var góð er að finna hvort friður, ljós, kærleikur og sæla hafa komið innanfrá upp á yfirborðið.

 

2. Hugleiðsluæfingar

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Öndunaræfing

Reyndu að finna í hvert sinn sem þú dregur að  þér andann að þú sért að færa líkama þínum óendanlegan frið. Þegar þú andar frá þér reyndu þá að finna að þú sért að hrekja brott óeirð innra með þér og allt um kring.

Þegar þú hefur æft þetta nokkrum sinnum, skaltu reyna að finna að þú andir að þér krafti frá alheiminum.  Í útöndun skaltu finna hvernig allur ótti hverfur úr líkama þínum. Eftir að hafa gert þetta nokkrum sinnum skaltu reyna að finna að það sem þú andar að þér sé endalaus gleði og að þú andir frá þér sorg, þjáningu og depurð.

Eitt enn geturðu reynt. Finndu að þú sért ekki að anda að þér lofti heldur alheimsorku og að hún fylli hvern krók og kima í líkama þínum. Hún flæðir eins og á inni í þér og þvær og hreinsar alla verund þína. Þegar þú byrjar að anda út skaltu finna að þú andir frá þér öllu rugli innra með þér - öllum óguðlegum hugsunum, myrkum hugmyndin og óhreinum gjörðum.

Video

Sjónmyndunaræfing: Víðátta himinsins

Hafðu augun hálf opin og ímyndaðu þér víðan himinninn. Fyrst skaltu reyna að finna að himinninn sé fyrir framan þig; síðan skaltu reyna að finnast þú vera eins víðfeðmur og himinninn eða að þú sért sjálfur himinninn.Nokkrum mínútum síðar skaltu loka augunum og reyna að sjá og finna fyrir himninum í hjartanu. Finndu að þú sért alheimshjartað og að himinninn, sem þú hugleiddir á og samkenndir þig, sé innra með þér. Andlega hjartað er mörgum sinnum víðara en himinninn þannig að þú getur auðveldlega hýst himinninn innra með þér.

Video

Sjónmynduaræfing: Hjartarósin

Video

Sjáðu fyrir þér blóm í hjarta þínu. Gerum ráð fyrir að það sé rós. Ímyndaðu þér að rósin sé ekki að fullu útsprungin; hún er ennþá að blómstra. Reyndu, þegar þú hefur hugleitt í tvær eða þrjár mínútur, að sjá fyrir þér að rósin byrji að blómstra. Sjáðu og finndu að rósin springi út blað fyrir blað inni í hjartanu á þér. Eftir svo sem fimm mínútur skalt þú reyna að finna að það sé ekkert hjarta innra með þér, aðeins blóm sem þú kallar hjarta. Blómið er orðið að hjartanu í þér og hjartað að blómi.rose.jpg

Reyndu svo eftir sjö til átta mínútur að finna að þetta blóma-hjarta sé búið að ná yfir allan líkamann. Líkaminn er ekki lengur til staðar og frá toppi til táa finnur þú anganina af rósinni. Ef þú lítur á fæturna á þér finnur þú strax rósailm og það sama gildir um alla aðra hluta líkamans. Fegurð, hreinleiki og angan rósarinnar hefur dreift sér um allan líkamann. Þegar þar er komið ert þú reiðubúinn að staðsetja þig við Fætur þíns Ástkæra Almættis.
 

Að verða sálin

Video

Besta leiðin til að hreinsa hugann er að upplifa í nokkrar mínútur í hugleiðslunni að maður hafi engan huga. Segðu við sjálfan þig: “Ég hef engan huga, ég hef engan huga. Ég hef aðeins hjarta.”  Nokkru síðar skaltu segja: “Ég hef ekki hjarta. Það sem ég hef er sál.” Þegar þú segir “ég hef sál” fyllist þú af hreinleika. Síðan þarft þú að kafa enn dýpra og lengra með því að segja ekki aðeins “ég hef sál”, heldur einnig “ég er sálin”. Á þeirri stundu skaltu sjá fyrr þér fallegasta barn sem þú hefur augum litið og finna að sál þín sé mörgum sinnum fallegri en það.

Um leið og þú getur fundið fyrir því og sagt “ég er sálin” og hugleitt á þennan sannleika kemur óendanlegur hreinleiki sálarinnar inn í hjarta þitt. Úr hjartanu kemst hreinleikinn inn í hugann. Þegar þú getur með sanni sagt að þú upplifir þig aðeins sem sálina mun hún hreinsa huga þinn.

Hugleiðsla við tónlist

Video
Myndband: Sri Chinmoy hugleiðir, síðan leikur hann á flautu á tónleikum á Möltu 1991, hægt er að hlaða niður frá Sri Chinmoy TV. Flaututónlist Sri Chinmoys er einstaklega aðgengileg, sem undirleikur,  fyrir byrjendur í hugleiðslu
 Hugleiðslu og tónlist er ekki hægt að aðskilja. Besta hugleiðslan er þegar við áköllum frá innstu hjartarótum frið, ljós og sælu. Næst hugleiðslu kemur tónlist, sálrík tónlist, tónlist sem hreyfir við og lyftir leitandi vitund okkar.

Besta leiðin til að verða eitt með sálríkri tónlist er að hafa þá staðföstu innri sannfæringu á meðan hlustað er á hana að í hvert sinn sem andað er inn fari andardrátturinn beint inn í sálina. Og finna að með andardrættinum komi líka Alheimsvitundin, guðlegur Veruleiki og guðlegur Sannleikur. Síðan við útöndun reynir þú að finna að þú andir frá þér fáfræðinni sem hjúpar sálina. Finndu hvernig þú afhjúpar og losar þig við fáfræðina. Ef þú getur meðvitað gert þér þetta í hugarlund og fundið fyrir því er það besta leiðin til að verða eitt með sálríkri tónlist.

Video
Myndband: Eftir Sri Chinmoy liggja mörg spakmæli sem hægt er að styðjast við sem sjónmyndunaræfingar í hugleiðslu. Þetta myndband inniheldur t.d. spakmæli Sri Chinmoys þar sem þemað er “Ímyndaðu þér”, við fallegar myndir úr náttúrunni. Myndband eftir Kedar Misani, myndir eftir Mananyu and Sushuti Siffert

Reynum ekki að skilja tónlist með huganum.
Reynum ekki einu sinni að upplifa hana í hjartanu.
Leyfum einfaldlega tónlistar-fuglinum að fljúga óhindrað um hjarta-himinn okkar.
Á flugi sínu opinberar hann okkur skilyrðislaust hvað hann ber og hvað hann er.
Hann ber boðskap Ódauðleika.
Hann er leið Eilífðar.

Auktu innra bolmagn þitt með þakklæti

0715_41.jpgMóttækileiki er getan til að meðtaka og halda í þær guðlegu gjafir sem Almættið eys yfir okkur í hugleiðslunni. Til þess að vera móttækilegur, þegar þú sest niður við að hugleiða, skalt þú meðvitað reyna að fá ljós inn í líkama þinn. Þegar ljósið er komið beinir þú því á réttan stað, sem er andlega hjartað. Síðan skalt þú reyna að vaxa inn í þetta ljós.

Auðveldasta og áhrifaríkasta leiðin til að auka móttækileika sinn er að færa Almættinu dýpstu þakkir á hverjum degi áður en hugleitt er. Við það að sýna Almættinu þakklæti stækkar innra ílátið, sem við höfum, sjálfkrafa. Þá getur Guð ausið meira af blessun Sinni í okkur eða átt auðveldara með að fylla okkur með guðlegri Tilveru Sinni.  Guð er óendanlegur en það er háð móttækileika okkar hversu mikið hann getur fyllt okkur. Guð er eins og sólarljósið. Ef við drögum gluggatjöldin frá kemst sólarljósið inn en ef við höfum dregið fyrir lokum við það úti. Því fleiri gluggatjöld sem við opnum þeim mun meira getur Guð náð til okkar með sitt óendanlega ljós. Þegar við færum þakkir flæðir ljós Guðs óhindrað inn í verund okkar.

Þakklæti merkir að gefa sjálfan sig á vald sínu æðsta eðli. Þitt þakklæti fer ekki til einhvers annars, aðeins þíns æðsta þáttar. Að sýna þakklæti gerir þér kleift að samsama þig og samkenna þig þínum æðsta veruleika.

Fegurð kom til mín í líki morgunrósar.

Skylda kom til mín í líki morgunsólar.

Guðdómleiki kom til mín í líki morgunþrár.

Máttur möntrunnar

Mantra er þula. Hún getur verið eitt atkvæði, eitt orð, nokkur orð eða heil setning. Þegar mantra er endurtekin mörgum sinnum kallast hún japa. Mantra stendur fyrir ákveðna hlið á Guði og hver mantra hefur sérstaka þýðingu og innri kraft.Ef þú átt erfitt með að ná þinni hæstu hugleiðslu af því að hugurinn er eirðarlaus er komið kjörið tækifæri til að nýta sér möntru. Þú getur endurtekið “Almætti”, Aum eða “Guð” nokkrum sinnum.

Ef þú vilt ná að hreinsa eðli þitt algjörlega getur japa komið að góðu gagni ef þú gerir hana kerfisbundið, skref fyrir skref. Fyrsta daginn endurtekur þú fimm hundruð sinnum Aum,  “Almætti” eða þá möntru, sem þú hefur fengið frá Meistara þínum. Daginn eftir endurtekurðu hana sex hundruð sinnum; daginn þar á eftir sjö hundruð sinnum og þannig koll af kolli þar til þú ert kominn upp í tólf hundruð sinnum í lok einnar viku. Þá byrjar þú að telja niður dag frá degi þar til þú ert aftur kominn í fimm hundruð. Þannig klífur þú upp og niður tréið.

Oft, þegar maður hefur lokið við að fara með japa, getur maður heyrt möntruna endurtekna í hjarta sínu. Þó ekkert heyrist úr munninum hefur innri veran sjálfkrafa byrjað að fara með möntruna.

(Hljóðupptaka: Sri Chinmoy fer fyrst með möntruna Aum og síðan “Peace” á Friðartónleikum í Albany, New York, 1992.4)

3. Hvernig viðhalda á áhuganum

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Að verða upptendraður við lestur

Ef þú ert algjör byrjandi er gott að byrja á að lesa nokkrar andlegar bækur eða helgirit. Það færir þér innblástur. Þú ættir að lesa bækur eftir andlega Meistara sem þú hefur óbifandi trú á. Það fyrirfinnast Meistarar sem hafa náð hæstu vitundinni og þú hlýtur að fá innblástur við að lesa bækur þeirra. Það er betra að lesa ekki bækur eftir kennara, fræðimenn eða andlega leitendur sem eru enn á vegferð og hafa ekki náð uppljómun. Aðeins þeir, sem hafa skynjað Sannleikann, geta komið honum til skila til annarra. Annars væri það eins og þegar haltur leiðir blindan.

Upplyftandi félagsskapur

Líka er góð hugmynd að umgangast fólk sem hefur stundað hugleiðslu um nokkra hríð. Þetta fólk er kannski ekki í aðstöðu til að kenna þér en getur samt veitt þér innblástur. Þó ekki sé annað en að þú sitjir við hlið þess í hugleiðslu þá mun innri verund þín ómeðvitað öðlast kraft til hugleiðslu frá þeim. Þú ert ekki að ræna fólkið neinu; innri verund þín er aðeins að fá hjálp frá því án þess að þú vitir af því.

0617_68.jpgAð halda áhuganum vakandi

Hvað átt þú til bragðs að taka ef þú einn daginn hefur engan áhuga og færð engan innblástur til að hugleiða? Þá skalt þú minnast þess örstutt hvernig þú varst áður en þú kynntist og tókst upp andlegt líf. Þegar þú sérð muninn á því hvernig þú varst þá og hvernig þú ert núna sprettur sjálfkrafa fram í þér þakklæti í garð Almættisins fyrir að hafa verið andagift þín og fyrir að hafa vakið þitt innra ákall.

Annað, sem þú getur gert, er að hugsa um það þegar þú náðir himneskri hugleiðslu og meðvitað kafa ofan í þá reynslu. Hugsaðu um inntak hugleiðslunnar - hversu spenntur þú varst, hvernig þú dansaðir af gleði innra með þér. Í byrjun ert þú bara að sjá reynsluna fyrir þér af því að þú ert í rauninni ekki að upplifa þá hugleiðslu. En með því að fara inn í heim ímyndunar og vera þar í tíu, fimmtán mínútur kemur sjálfkrafa kraftur í hugleiðslu þína og hún ber ávöxt. Þá er ekki lengur hægt að tala um ímyndun; þú ert í rauninni kominn djúpt í heim hugleiðslunnar.

 

Aspiration-efforts always supply satisfaction-results.

It may take time, at times,

But the results are unmistakably sure.

Ekki láta hugfallast

Video
Myndband: Kaflar úr “Vegferð leitandans” - fyrirlestri sem Sri Chinmoy hélt í háskólanum í Cambridge 1973 - með upplyftandi myndefni. Myndband eftir Kedar Misani og Kaivalya Torpy (lesandi), myndir frá NASA, hægt er að hlaða niður frá Sri Chinmoy TV og að lesa upprunalega fyrirlestinn á Sri Chinmoy Library.
Þið megið ekki láta það koma ykkur úr jafnvægi þó að hugleiðslan gangi ekki vel í byrjun. Í daglega lífinu getur tekið langan tíma og þrotlausar æfingar að ná mjög góðum árangri. Hljóðfæraleikara, sem náð hefur langt á sínu sviði, finnst ótrúlegt til þess að hugsa á hvaða stigi hann var þegar hann byrjaði að leika á hljóðfæri. Þróunin varð stig af stigi þar til hann náði þangað sem hann er kominn núna.

Í andlega lífinu gildir það sama og þið getið átt erfitt með að hugleiða í byrjun. En ekki reyna að pína ykkur áfram. Tíu mínútur á morgnana er nóg. Smám saman eykst geta ykkar. Ef þið æfið ykkur á hverjum degi munuð þið ná árangri í innra lífinu.

Ekki gefast upp!

Oft er það síðasti lykillinn sem opnar dyrnar.

Sömuleiðis getur síðasta bænin frelsað þig,

og síðasta hugleiðslan veitt þér fullnaðar skynjun.

Að viðhalda sama stigi

Reynið að líta á alla daga sem jafn mikilvæga. Vandamálið er að ykkur finnst þið verðskulda hvíld eftir að hafa gengið vel með eitthvað. Í dag eigið þið yndislega hugleiðslu og þá finnst ykkur þið geta hvíld ykkur næsta dag. Ykkar tilfinning er að hugleiðslan halda áfram á sama stigi, en það er ekki rétt.

Ykkur verður að finnast í hvert sinn sem þið hugleiðið að þetta geti verið síðasta tækifæri ykkar. Látið ykkur finnast að á morgun gætuð þið yfirgefið þennan heim þannig að ef ykkur mistekst í dag fáið þið 0 í einkunn. Reynið að láta ykkur finnast að kennarinn muni ekki leggja fyrir ykkur sama próf á morgun og hann gerir í dag. Fortíðin er liðin. Framtíðin fyrirfinnst ekki. Við eigum ekkert nema nútíðina. Hér í núinu er nauðsynlegt að verða guðlegur því annars höldum við áfram að vera jafn óguðleg og við vorum í gær. Þar sem við viljum verða guðleg skulum við gera rétt hér og nú. Þetta er viðhorfið sem þið ættuð að tileinka ykkur.

Þið ættuð að láta ykkur finnast að í dag sé síðasta tækifæri til að gera allt það sem ykkur er ætlað að fá áorkað. Ef ykkur mistekst í dag verðið þið á morgun aftur að líta á þann dag sem ykkar síðasta.

 

(Hljóðupptaka : ‘Ég fer út, ég kem inn' - Sri Chinmoy les röð spakmæla þar sem áherslan er á muninn á ytra og innra lífinu, við undirleik hugleiðslutónlistar. 5)

 

0622_69.jpgEkki gefast upp!

Ef við æfum einbeitingu og hugleiðslu reglulega hljótum við að ná árangri. Ef við erum einlæg náum við takmarkinu. Vandinn er að við erum ekki einlæg nema kannski einn dag eða eina viku og síðan finnst okkur hugleiðsla ekki vera fyrir okkur. Við viljum skynja Guð á einni nóttu. Við einsetjum okkur að hugleiða í eina viku, einn mánuð eða eitt ár. Ef við höfum ekki náð að skynja Guð eftir eitt ár gefust við upp. Þá finnst okkur andlega lífið ekki ætlað okkur.

Leiðin að Guð-skynjun er löng. Á vegferðinni sjáið þið stundum falleg tré með laufskrúð, blóm og ávexti. Stundum er bara vegurinn framundan og ekkert fallegt útsýni. Stundum getur ykkur fundist þið vera að ganga endalausan slóða gegnum eyðimörk og að áfangastaðurinn sé fáránlega langt í burtu. En þið getið ekki gefist upp á göngunni þó leiðin virðist löng eða að þið séuð þreytt og vanti innblástur. Þið verðið að vera guðlegir baráttumenn og þramma áfram hugrökk og óþreytandi. Daglega leggið þið að baki enn einn kílómetrann og með því að taka eitt skref í einu náið þið á áfangastað. Þá er ekki spurning að ykkur finnst erfiðleikarnir hafa verið fyllilega þess virði.

Ekki gefast upp. 

Ef þið haldið ótrauð áfram mun friður morgundagsins næra huga ykkar í dag,

og fullkomnun morgundagsis snerta líf ykkar í dag.


(Hér lýkur útdrætti úr Hugleiðsla: Lærum að tala tungumál Guðs, eftir Sri Chinmoy.)

4. Hjálpargögn

Safnað af meðlimum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar

Hugleiðslunám á netinu (ensku)

 • Heimanám í hugleiðslu - Byggt á áralangri reynslu námskeiðshaldi í hugleiðslu hafa nemendur Sri Chinmoys sett saman þetta fjögurra vikna hugleiðslunámskeið.

0712_68.jpg

 

 

Ókeypis niðurhal tónlistar

Flestir tenglanna hér fyrir neðan fara inn á Radio Sri Chinmoy, þar sem er að finna mikið safn hugleiðslutónlistar eftir Sri Chinmoy og nemendur hanss.

flute.jpg

Flaututónlist fyrir hugleiðslu

Hljóðupptaka vinstra megin: Sri Chinmoy leikur á vestræna flautu á Friðartónleikum í Yale háskóla 1992. Flaututónlist Sri Chinmoys hefur reynst mjög aðgengileg og vinsæl meðal byrjenda um árabil. Titlar, sem hægt er að hala niður, eru meðal annars:

peace-concert.jpg

Fríðartónleikar

Sri Chinmoy hélt nálægt 800 tónleika þar sem hann flutti hugleiðslutónlist. Hann hóf tónleikana á því að hneigja sig fyrir áheyrendum og hugleiða áður en hann lék á ýmis austræn jafnt sem vestræn hljóðfæri.

0713_79.jpg

Hjlómsveitir og sönghópar

Nemendur Sri Chinmoys hafa um árabil verið að læra lög úr gríðarlega stóru lagasafni hans, og í mörgum tilfellum verið kennd lög af Sri Chinmoy sjálfum, sem hvatti nemendur sína til að útsetja og flytja hugleiðslutónlist fyrir almenning. Sumar upptökurnar eru ákaflega rólegar og sefandi á meðan aðrar endurspegla kraftmikið ferðalag sálarinnar á vegferð sinni til hins Óendanlega.

 • (Audio on left) Shindhu - Kvennakór og hljómsveit sem hefur verið að flytjatónlist Sri Chinmoys í um 20 ár. Meira »
 • Ananda: Karlakór og hljómsveit frá Stóra-Bretlandi og Írlandi. Meira »
 • Mountain-Silence: Svissneskur kór og hljómsveit Meira »
vaasa.jpg

Söngur án undirleiks

Þegar Sri Chinmoy hélt hugleiðslukvöld sungu gjarnan hinir ýmsu hópar án undirleiks úr lagasafni hans. Þessar upptökur bera með sér gríðarlegan hreinleika í einfaldleika sínum og minna á gregoríanskan söng.

 • (Hljóðupptaka og ljósmynd til vinstri) Flutningur karlakórsins Oneness-Dream, sem syngur eingöngu án undirleiks, á alþjóðlegu kóramóti í Vaasa, Finnlandi árið 2012. Halaðu niður »
 • Adarsha Kelly hefur verið að flytja lög Sri Chinmoys með sinni sterku tenórrödd síðan á fyrrihluta áttunda áratugar síðustu aldar. Meira »
 • My Heart's Morning Dews - útsetning kvennakórs á lögum Sri Chinmoys án undirleiks. Meira »
agnikanas-group-live-in-museum-of-music-7737-300x300.jpg

Tónleikahald nemenda Sri Chinmoys

Sri Chinmoy setrið stendur fyrir tónleikum um víða veröld, allt frá tónleikum einstaklings eða einnar hljómsveitar upp í alþjóðlega tónleikaröð sem kallast Songs of the Soul, þar sem koma fram allt að 100 söngvarar og tónlistarflytjendur og ferðast hefur til rúmlega 25 landa.

 • (Hljóðupptaka og mynd til vinstri) Agnikana's Group, lifandi flutningur í Tónlistarsafninu í Prag í júlí 2012. Halaðu niður »
 • Flutningur New York nemanda Sri Chinmoys á Songs of the Soul tónleikum í Manhattan. Hlustaðu »
 • Sítarleikarinn Dr Madan Shankar Mishra spilar lagnlínur Sri Chinmoys í klassískum indverskum stíl. Meira »
 • Upptaka af flutningi Gandharva Loka Orchestra á Songs of the Soul tónleikum. Meira »
0706_78.jpg

Hugleiðslu hljóðheimur eftir Alap

Hinn svissneski Alap er þekktur fyrir tilraunakennda tónlist og flytur gullfallegar hljómsetningar á ýmis hljóðfæri. Hér eru nokkrir af þeim titlum sem komið hafa út eftir hann:

 

More:

 


Möntrur fyrir hugleiðslu

Valdar möntrur sem henta byrjendum sérlega vel.


Hljóðupptaka til hægri: Útsetning á hinni ævafornu möntru sem vekur upp hina ósigraandi sál Aum aparajitaya namah (Ég beygi mig fyrir þeim sem aldrei játar sig sigraðan) við tónlist eftir Sri Chinmoy.oy.

Þessar útsetningar eru eftir tónlistarhópinn Ananda frá Stóra-Bretlandi og Írlandi. Allar möntrur og tónlist er hægt að hala niður á Radio Sri Chinmoy.

ananda.jpg

Myndbönd

meditation-silence

 

Meditation Silence er röð myndbanda þar sem ýmsar hliðar hugleiðslu eru kynntar.

Sýna: Meditation Silence á Sri Chinmoy TV

Hjálpargögn á öðrum síðum

◦ Orð um hugleiðslu eftir  Sri Chinmoy

Myndir

◦ Myndir af heimasíðu Friðarhlaupsins - þessar myndir eru úr hlaupi á strandlengu Ástralíu árið 2008. Hlaupi, sem miðar að því að efla einingu og vináttu um allan heim. Myndir teknar af Prabhakar Street o.fl.
◦ Opnumynd af Sri Chinmoy hugleiða eftir Shraddha Howard.

Neðanmálsgreinar

 • 1. From the Wings of Joy, by Sri Chinmoy, published by Simon & Schuster 1997
 • 2. The passages for this question are taken from Meditation: God's Duty And Man's Beauty by Sri Chinmoy, Agni Press, 1974.
 • 3. Downloadable from the album Journey Beyond Within - track 7 at Radio Sri Chinmoy
 • 4. From the album Peace: Divinity's Dream on Earth (track 2), available to download on Radio Sri Chinmoy
 • 5. Downloadable from the album Journey Beyond Within - track 5 at Radio Sri Chinmoy