sri-chinmoy.jpgSri Chinmoy miðstöðin á Íslandi var stofnuð í janúar 1974 og síðar það sama ár heimsótti Sri Chinmoy Ísland í fyrsta sinn.

Síðan þá hefur miðstöðin skipulagt fyrirlestra og tónleika Sri Chinmoys hér á landi og haldið fjölda námskeiða um hugleiðslu og andlegt líf.

Að auki hefur miðstöðin staðið að útgáfu bóka Sri Chinmoys og tónlistar hans, auk þess að taka þátt í ýmsum íþrótta-, menningar- og mannúðarviðburðum.

Einnig er hægt að hringja í hljóðfærabúðina Sangitamiya, s.551-8080 eða ​kaffihúsið Garðinn, s.56-12345, til að fá upplýsingar um næstu námskeið.


5khlaup.jpgÁ vegum miðstöðvarinnar er starfrækt Sri Chinmoy maraþonliðið sem skipuleggur árlegt 5 km hlaup, auk þess sem meðlimir maraþonliðsins stunda hlaup og ýmsar aðrar íþróttir, svo sem sund og knattspyrnu.

Meira á vefsíðu Sri Chinmoy Maraþonliðið Islands »

 


kaffihusid-gardurinn.jpgEinstaklingar í Sri Chinmoy miðstöðinni á Íslandi hafa einnig opnað heilsubúðina Góða heilsu, gulli betri, kaffihúsið Garðinn og hljóðfærabúðina Sangitamiya. Starfsmenn þessara fyrirtækja geta gefið upplýsingar um næstu hugleiðslunámskeið.


Lesið einnig almennt um Sri Chinmoy miðstöðvar