Hvernig getum við forðast að gagnrýna aðra?

Spurning; Hvernig getum við forðast að gagnrýna aðra? Sri Chinmoy: Við verðum ávallt að hafa í huga hvað gerist þegar aðrir gagnrýna okkur. Það er svipað og þegar tveir hnefaleikarar eru að berjast. Ég er hnefaleikari og einhver annar er líka hnefaleikari. Þegar ég gagnrýni einhvern er það líkt og að koma á hann höggi og meiða hann. Og þegar hann gagnrýnir mig er hann að meiða mig og gera mig dapran. Ef við getum munað hvernig okkur líður þegar við erum sjálf gagnrýnd, getum við haft samúð með öðrum. Ef okkur líkar ekki að verða fyrir árás annarra hversvegna ættum við þá að ráðast á þá. Reyndu að hugsa þér annað fólk sem blóm. Láttu þér finnast að þú sért að ganga inn í garð. Þú getur notið fegurð blómanna, eða þú getur á hinn bóginn eyðilagt þau eitt af öðru. Ef þú gagnrýnir aðra ert þú að eyðileggja blómin. Hverskonar fegurð, hreinleika og aðra Guðlega eiginleika finnurðu í garðinum þegar búið er að eyðileggja öll blómin?     Hvernig getur þú sannað fyrir umheiminum að þú búir yfir visku ef þú ert stöðugt að gagnrýna aðra? Allt sem kemur þér að gagni í andlega lífinu, verður þú að framkvæma eins oft og mögulegt er, allt sem ekki hjálpar þér verður þú að gefa upp á bátinn. Áður en þú lagðir út á andlega braut gerðir þú marga óguðlega hluti. Þegar þú gefur þig að andlega lífinu, þýðir það að þú sért tilbúin að hafna þessum slæmu eiginleikum. Þegar þú hefur löngun og vilja til að gera hið rétta, yfirgefa þessir slæmu eiginleikar þig sjálfkrafa. Sri Chinmoy Answers nr.16 bls.2 Sri Chinmoy