Nýr vettvangur

Andrés ríður á vaðið og skrifar fyrstu hugleiðingu vikunnar. Hann fjallar hér um heildrænt líferni og tækifæri til innri og ytri þróunar.

English version

Eitt mikilvægasta atriði andlegrar iðkunar í nútímanum er að ná jafnvægi á milli þeirra mismunandi innri og ytri þátta sem mynda tilveru mannsins.  Þetta þýðir að efla andlega þróun einstaklingsins og samfélagsins án þess að hafna líkamlegu og hagnýtu hliðum tilverunnar í krefjandi heimi.

Undir leiðsögn andlega kennarans Sri Chinmoys, reynir Sri Chinmoy miðstöðin, bæði á Íslandi og um heim allan, að styðja samhliða innri og ytri þroska félagsmanna á marga vegu:   hugleiðsla, tilbeiðsla, heimspeki, ljóðlist, tónlist, söngur, leiklist, íþróttir og jafnvel matargerð verða, með réttu hugarfari, að leiðum til alhliða innri og ytri þróunar. 

Í andlegri iðkun og þróun talar Sri Chinmoy um “skynjun” (realisation), “umbreytingu” (transformation) og “birtingu” (manifestation).  Þetta eru  þrepin sem andlegir leitendur fara í gegnum til að þekkja sjálfa sig betur, ná fram sínu besta og birta þá geisla sannleikans og guðdómleikans sem búa í hjörtum okkar allra.  Þessi birting, segir Sri Chinmoy, er ekkert annað en þjónusta við hið æðsta sem er innra með okkur og öðrum, guðsljósið sem býr í okkur og þráir að birtast.

Vefsíða Sri Chinmoy miðstöðvarinnar á Íslandi er enn annar þáttur okkar andlegu iðkunar, en markmiðin eru þau að efla innri og ytri þroska sem og þjóna samfélaginu með því að gefa innsýn í þær mismunandi leiðir sem geta hjálpað mönnum að lifa andlegu lífi í nútímanum.  Von okkar er sú að vefsíðan og það sem þar birtist megi verða öðrum til innblásturs.