Sri Chinmoy

ckg-img.jpg

Sri Chinmoy fæddist árið 1931 í indverska héraðinu Bengal. Frá 1944 til 1964 bjó hann í andlegu samfélagi í Suður-Indlandi, en þá stundaði hann hugleiðslu í margar klukkustundir dag hvern uns hann náði háu andlegu vitundarástandi sem nefnist uppljómun eða Guðsskynjun í mismunandi andlegum hefðum.

Árið 1964 hlýddi Sri Chinmoy innri köllun um að flytja til New York, til að deila innri upplifunum sínum með einlægum leitendum á Vesturlöndum, en hann bjó þar allt þar til hann lést árið 2007.

Efnisyfirlit: 1. Verk Sri Chinmoy og verkefni sem hann ýtti úr vör:           
Hugsjónamaður friðar     • Samvinnuverkefni trúarbragða     •Ritverk og ljóð      • Tónlist      • Íþróttir      • Myndlist      • Mannúðarstarf
2. Heimspeki Sri Chinmoy
3. Ummæli heimsþekktra leiðtoga
4. Sri Chinmoy sem andlegur meistari

Verk og verkefni

Fyrst verðum við að koma á friði innra með okkur sjálfum og einungis þá getum við boðið öðrum frið. Ef ég bý yfir friði, mun ég ekki gagnrýna þig eða deila við þig. Ef þú býrð yfir friði, munt þú ekki deila við mig eða aðra. Því er það svo að ef ég get fundið frið innra með mér og ef þú getur fundið frið innra með þér, mun þessi friður vaxa og dafna í heiminum eins og blóm, blað fyrir blað.

Sri Chinmoy 1

Sri Chinmoy trúði að innra með hverjum og einum byggi sammannleg þrá eftir friði og einingu og af þeim sökum ýtti hann úr vör ýmsum verkefnum sem gefa fólki um allan heim tækifæri á að vinna saman að þessu marki.

Sri Chinmoy með U Thant, 1972

Friðarhugleiðslu Sameinuðu Þjóðanna Árið 1970 hóf Sri Chinmoy að bjóða upp á hugleiðslu tvisvar í viku í fyrir starfsfólk, erindreka og fulltrúa í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York, að beiðni þáverandi aðalritara, U Thant.

Hugleiðslur og aðrir viðburðir í boði Sri Chinmoy: Friðarhugleiðslu Sameinuðu Þjóðanna halda göngu sinni enn þann dag í dag.

Video
Ísland trúir á frið, Ísland iðkar fríð - ræða í Höfða, 2000.

Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupið var sett á fót árið 1987 og er heimsins stærsta kyndilboðhlaup fyrir friði. Í Friðarhlaupinu hleypur alþjóðlegt lið hlaupara með logandi friðarkyndil, sem táknar hina sammannlegu leit eftir friði, á milli landa um allan heim og býður fólki á hverjum stað að taka þátt og sameinast um hugsjónir hlaupsins.   Í dag hafa milljónir manna í yfir 140 löndum tekið þátt og lagt fram sínar óskir um betri heim.  • Meira á fridarhlaup.is »

Friðarhlaupið í Balí

Verkefnið Sri Chinmoy friðarblómganir hófst með samstarfi Sri Chinmoy og stjórnmálamanna um allan heim, sem tileinkuðu friði hundruðir borga, mannvirkja og náttúruperlna til áminningar um frið í daglegu lífi.

Video
Ísland er tileinkað sem Sri Chinmoy friðarland, 2000

Ritverk

Eftir Sri Chinmoy liggur fjöldi ritverka. Þegar þetta er skrifað hefur verið gefið út meira en 1600 bækur eftir hann, þar á meðal ljóðabækur, fyrirlestrar, leikrit og svör við spurningum um andleg málefni.

Ljóð: Sri Chinmoy hóf að skrifa ljóð snemma á unglingsárum sínum og mörgum þessara ljóða var safnað saman í bókinni My Flute. Mikið af skrifum hans síðar meir, eftir að hann hafði flutt til Vesturlanda, eru samansöfn stuttra spakmæla:

Á skáldaævi sinni gaf hann út 3 stórar ritraðir ljóða og spakmæla, ásamt margar minni ritraðir:

  • Ten Thousand Flower-Flames, skrifuð milli 1978 og 1983
  • Twenty-Seven Thousand Aspiration-Plants, skrifuð milli 1983 og 1998.
  • Seventy-Seven Thousand Service-Trees, hafið að skrifa 1998. Sri Chinmoy hafði lokið við 50.000 spakmæli í þessari ritröð þegar hann lést árið 2007.
Sri Chinmoy's 'Twenty-Seven Thousand Aspiration-Plants' series was published in 270 volumes of 100 poems each.

Fyrirlestar og leikrit Síðla á 7. áratugnum og á 8. áratugnum ferðaðist Sri Chinmoy vítt og breitt um heiminn og hélt fyrirlestra í háskólum um ýmsar hliðar andlegrar heimspeki. Hann skrifaði meira en 60 leikrit, en mörg þeirra voru um líf mikilla andlegra meistara svo sem Krist og Búddha.

Flestar bækur Sri Chinmoy eru til aflestrar ókeypis á heimasíðunni Sri Chinmoy Library.

Heimsækið Sri Chinmoy Library »


Íþrottir

Sri Chinmoy training, 1992

Sri Chinmoy var á þeirri skoðun að íþróttir færu vel saman við andlegt líf, þar sem þær stuðla að líkamlegu hreysti og eru leið til að komast handan við takmörk sín. Sri Chinmoy lagði sérstaklega áherslu á framfarir á hvaða sviði sem er - að keppa við sjálfan sig í staðinn fyrir aðra - sem leið til hamingju.

Sri Chinmoy var framúrskarandi spretthlaupari í æsku, en hóf langhlaup á fimmtugsaldri og lauk 22 maraþonum og 5 lengri hlaupum. Síðar meir hóf hann að lyfta lóðum og náði ótrúlegum árangri á því sviði,  sem hann þakkaði innri styrk og hljóðum huga.

Sri Chinmoy lagði sérstaka áherslu á að veita eldri kynslóðinni innblástur með skilaboðunum: "aldur er einungis í huganum og aldrei í hjartanu".

Sri Chinmoy er mjög andlegur maður. Ég finn að ástæðan fyrir að  Sri Chinmoy lyfti öllum þessum þyngdum er sú að hann elskaði Guð og trúði að með hjálp Guðs væri allt mögulegt. Þessum manni hefur tekist hið ómögulega vegna trúar sinnar, visku og ástarinnar á Guði. Með hjálp Guðs getum við gert hvað sem er og Hann hjálpar okkur að ná handan við mannlega getu. Okkur kann að finnast að við getum ekki haldið áfram, en við gerum það samt vegna þess að við finnum fyrir trúnni hið innra. Líkaminn segir "stopp," en andinn hrópar "aldrei." Göfugir stríðsmenn hætta aldrei.

Muhammad Ali 2

Árið 2011 var frumsýnd heimildarmynd um lyftingar Sri Chinmoy á Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York. Myndin nefnist Challenging Impossibility og í henni koma fram margar kempur úr lyftinga-, vaxtarræktar- og íþróttaheiminum, svo sem Bill Pearl, Frank Zane, Hugo Girard og Carl Lewis sem segja frá reynslu sinni af lyftingum Sri Chinmoy.

Video

Sri Chinmoy notaði lyftingar sínar til að heiðra fólk á einstakan hátt með verkefni sem hann nefndi Lifting up the World with a Oneness-Heart, en þá lyfti hann einstaklingum upp, þar sem þeir stóðu á sérútbúnum palli. Margir þeirra sem heiðraðir voru á þennan hátt lýstu því eftir á að Sri Chinmoy hefði lyft anda þeirra ekki síður en líkama.

Video
Í viðtali árið 2004 útskýrir Sri Chinmoy hvernig lyftingar hans þjóna heiminum með því að veita fólki gleði  – “við erum á jörðinni til að veita hvort öðru gleði”.

Árið 1977, stofnaði Sri Chinmoy Sri Chinmoy maraþonliðið til að skipuleggja kapphlaup um allan heim og þjónusta samfélag hlaupara. Í dag er Sri Chinmoy maraþonliðið einn stærsti skipuleggjandi hlaupa og annarra íþróttaviðburða í heiminum og hefur verið brautryðjandi á sviði margra íþróttaviðburða. Frá júní til ágúst á hverju ári í New York heldur maraþonliðið lengsta viðurkennda götuhlaup heims - 3100 mílna Self-transcendence hlaupið.   • Heimasiða 3100 mílna hlaupsins »


Tónlist

Tónlist er hið innra eða alþjóðlega tungumál Guðs. Ég tala hvorki frönsku, þýsku né ítölsku en ef tónlist frá einhverju þessara landa er leikin sameinast hjarta hennar um leið hjarta mínu eða hjarta mitt sameinast tónlistinni. Ytri samskipti eru óþörf; innra samband hjartans nægir. Hjarta mitt tengist hjarta tónlistarinnar og úr verður órjúfanleg eining. 

Sri Chinmoy 3

Fyrir Sri Chinmoy, var tónlist alþjóðleg leið til að eiga samskipti við hið hæsta. Hann hóf að semja lög á unglingsárum og þegar hann lést hafði hann samið meira en 23.000 lög, þar af um 13.000 á móðurmáli sínu, bengölsku, en restin var á ensku og nokkrum öðrum tungumálum. Lög hans voru allt frá stuttum einnar línu mantrískum söngvum upp í lengsta lag hans Dyulok Chariye Nara Narayan, sem er 54 vers.

Vefsíðan Sri Chinmoy Songs hefur að geyma flestar þessara laga, og eru nótur og jafnvel hljóðupptökur af mörgum laganna

Skoðið Sri Chinmoy Songs » 

Friártónleikar í Budapest, 2005

Árið 1984 hóf Sri Chinmoy að halda ókeypis tónleika með hugleiðslutónleika, sem nefndir voru friðartónleikar. Þegar hann lést árið 2007, hafði hann haldið nálega 800 slíka tónleika, þar á meðal á stöðum svo sem Royal Albert Hall í London, Carnegie Hall í New York og óperuhúsinu í Sydney. Sri Chinmoy hóf hverja tónleika með hljóðri hugleiðslu og svo lék hann á fjölmörg austræn og vestræn hljóðfæri, þar á meðal esraj, harmóníum, selló, flautu og píanó.

Video
Tónleikar í Háskólabíói Reykjavíkur, 2000.

Þvílíkur kraftur sem er í tónlist þessa manns! Það er ótrúlegt. Tónlistarandi minn er djúpt snortinn.

Leonard Bernstein
sögufrægt tónskáld


Myndlist

Video

Þetta eru meðal fallegustu og áhrifaríkustu málverka sem ég hef nokkurn tíman séð. Í myndverkum Sri Chinmoy sé ég gleðina sem felst í því að skapa fegurð. Myndverk hans eru sígilt dæmi um það að sköpun ekki bara er gleði, hún ætti að vera gleði. Í gegnum myndverk sín deilir hann gleði sinni með öðrum.

Hans Janitschek
forseti rithöfundasambands Sameinuðu Þjóðanna

Sri Chinmoy hóf að mála árið 1974 í heimsókn til Kanada. Næstu 33 árin málaði hann 140,000 afstraktmálverk í stíl sem hann nefndi Jharna-Kala á bengölsku, sem þýðir "list frá uppsprettunni" - list sem kemur frá innri uppsprettu í sjálfsprottnu flæði.

Árið  1977 Sri Chinmoy málaði 'CKG Transcends'

Á árunum 1991 til 2007, skapaði hann röð af fuglateikningum, sem hann kallaði Dream-Freedom-Peace-Birds, eða einfaldlega Soul-Birds, en í allt teiknaði hann 16 milljón fugla. Fyrir Sri Chinmoy, stóðu þessir fuglar fyrir óendanlegt frelsi mannssálarinnar.

Í gegnum árin hefur úrval mynda Sri Chinmoy verið sýnt í listhúsum um allan heim, svo sem Carrousel du Louvre í París, bygging Sameinuðu Þjóðanna í New York og í þinghúsum Ástralíu, Úkraínu og Nýja-Sjálands.


Samvinnuverkefni Trúarbragða

Í heimi þar sem tortryggni, fjandskapur og átök ríkja, vann hann sleitulaust að því að koma á samvinnu milli mismunandi trúarbragða og hvatti marga til að fylgja því fordæmi.

Archbishop Desmond Tutu 4

Sri Chinmoy fæddist í hindúafjölskyldu, en, í krafti innri upplifanna sinna, sá hann að allar leiðir til sannleikans liggja að sama marki. Hann sagði gjarnan að einu trúarbrögð sín væri væntumþykja fyrir Guði og að þetta væri kjarninn í öllum trúarbrögðum.

Ég er fyllilega sammála því að öll trúarbrögð liggja að einum sannleika, hinum algjöra sannleika. Það er aðeins eitt takmark, en leiðirnar þangað eru margar. Sérhver trúarbrögð hafa rétt fyrir sér á sinn hátt. En, ef ein trúarbrögð halda því fram að þau séu einu trúarbrögðin, eða bestu trúarbrögðin; slík ummæli á ég erfitt með að samþykkja…Trúarbrögð eru eins og hús. Ég bý í mínu húsi, þú býrð í þínu húsi, við getum ekki búið á götunni. En sá dagur mun upp renna að sýn okkar víkkar og við munum sjá að handan við helgisiði og -athafnir er æðra takmark.

Sri Chinmoy 5

Sri Chinmoy samdi lög við helg orð úr kristindómi, hindúisma og búddisma og hélt fyrirlestra um samhljóm trúarbragða. Árið 1993 var Sri Chinmoy beðinn um að hefja alheimsþing trúarbragða með hugleiðslu, en þá voru liðin 100 ár frá fyrsta alheimsþinginu, árið 1893. Sri Chinmoy var aftur beðinn um að opna alheimsþing trúarbragða með hugleiðslu árið 2004 í Barcelona.

Mannúðarstarf

Sri Chinmoy stofnaði Oneness-Heart -Tears and Smiles mannúðarstarfsemina. Starfsemin hófst með sendingu mikilvægra hjálpargagna til Rússlands í upphafi 10. áratugar síðustu aldar, en þar á meðal voru hjálpargögn sem Mikhail Gorbachev forseti hafði beðið um til að hjálpa að þróa rannskóknarstofnun barnablóðfræði í Moskvu. Þessi spítali sérhæfir sig í að hjálpa rússneskum börnum sem þjást af hvítblæði.

Í gegnum árin hefur starfsemin breiðst út til landa út um allan heim. Sri Chinmoy fannst að sá sem gæfi af sér með þessum hætti öðlaðist tilfinningu fyrir tengingu sinni og einingu með fólki um allan heim.

Ég kann ekki að meta góðgerðarstarfsemi. Ég kann að meta umhyggju, sanna umhyggju. Þegar einhver gerir góðverk fyrir mig finnst mér ég vera skör lægra og þegar ég gerir góðverk fyrir einhvern annan finnst mér ég vera skör hærra. Ég vil hvorki finnast ég vera hærri eða lægri, ég vil vera jafn…Það er einungis tilfinningin fyrir einingu sem getur veitt mér uppfyllingu, og þessi tilfinning fyrir einingu verður að breiðast út.

Sri Chinmoy 6

Mörg verkefnanna hafa það að markmiði að tengja og uppörva fólk á annan hátt en með hjálpargögnum. Sem dæmi má nefna verkefnin Kids to Kids og Drawings of Love sem tengja saman börn úr mismunandi heimshlutum til að deila teikningar og gjafir.     • Meira á heimasiðu Oneness-Heart-Tears and Smiles »

Heimspeki Sri Chinmoy

Sri Chinmoy kallaði andlegu leið sína leið hjartans. Hann hvatti andlega leitendur til að hugleiða á hjartastöðina þar sem við finnum innsta eðli tilveru okkar. Árið 1970 hóf hann erindi til nemenda sinna með þessum orðum:

Okkar leið er í grunnvallaratriðum leið hjartans en ekki leið hugans. Það þýðir ekki að við séum að gagnrýna leið hugans. Langt frá því. Okkur finnst aðeins að leið hjartans leiði okkur hraðar að takmarki okkar. Lesið erindið i heild sinni »

Video
Á myndbandinu útskýrir Sri Chinmoy: 'Hugurinn aðgreinir og hjartað sameinar. En því miður höfum við notað hugana okkar miklu meira en hjörtun okkar.'

Það sem aðallega hefur laðað sannleiksleitendur að Sri Chinmoy er vitundin, hreinleikinn og friðurinn sem býr í hugleiðslum og athöfnum  hans, frekar en hugtök úr heimspeki hans. En að sama skapi hefur hann skrifað ítarlega um allar hliðar andlegs lífs á einfaldan og skýran hátt sem stafar af beinni reynslu hans af hæstu stigum vitundar.

 Hér eru nokkur algeng efni í skrifum Sri Chinmoy:

Hið einstaka markmið sérhverrar sálar

Sri Chinmoy fannst að hver og einn hefði einstakt hlutverk að leika til að byggja betri heim:

Sál þín hefur einstakt markmið. Sálin er fyllilega meðvitund um það. Maya, blekking eða gleymska, veldur því að þú trúir að þú sért takmarkaður, veikburða og bjargarlaus. Þetta er ekki rétt. Þú ert ekki líkaminn. Þú ert ekki skilningarvitin. Þú ert ekki hugurinn. Allt þetta er takmarkað. Þú ert sálin, sem er ótakmörkuð. Sál þín er óendanlega máttug. Sálin er handan við tíma og rúm.

Sri Chinmoy

Guð sem hæsti veruleiki mannsins

Guðsskynjun, eða siddhi, þýðir sjálfsuppgötvun í hæsta skilningi hugtaksins. Hún þýðir meðvitaða skynjun fyrir einingu með Guði. Svo lengi sem leitandinn dvelur í fávisku skynjar hann Guð sem aðskilda veru sem býr yfir óendanlegum mætti á meðan hann, leitandinn, er aumasta veran á jörðu. En um leið og hann skynjar Guð, skilst honum að Guð og hann eru algjörlega eitt, bæði í innra og ytra lífinu. Guðsskynjun þýðir samkennd með algjörlega hæsta Sjálfi sínu.

Sri Chinmoy


Samkvæmt Sri Chinmoy, er hægt að ná til Guðs á marga mismunandi vegu, allt eftir skapgerð leitandans.

Hver og einn verður að skynja Guð í samræmi við innri getu sína. Og hver og einn getur valið að taka á móti þeirri ásjónu Guðs sem veitir honum mesta gleði. Einhverjum kann að líka best við persónulega ásjónu Guðs, sem einstaklega gullna veru, á meðan öðrum kann að líka best við ópersónulega ásjónu: Guð sem óendanlega orku. Og svo eru aðrir sem vilja skynja ásjónu Guðs sem er handan ímyndunnar þeirra. Guð er í senn persónulegur og ópersónulegur. Guð birtist hverjum og einum á þann hátt sem viðkomandi vill, til að þóknast honum eins og hann vill.

Sri Chinmoy


Sri Chinmoy kunni best við orðið 'Supreme' til að lýsa hinu Æðsta, og þetta orð er gjarnan notað sem mantra meðal nemenda hans. Hann mælti með að nálgast veruleika hins Æðsta innra með okkur af guðlegum kærleika, trúfesti og undirgefni. Sri Chinmoy útskýrði muninn á guðlegum og mannlegum kærleika meðal annars með þeim orðum að guðlegur kærleikur er skilyrðislaus og gerir ekki væntingar um neitt í staðinn. 

Andlegt líf er ekki flótti frá heiminum

Sri Chinmoy trúði að í dag væri mögulegt að lifa merkingarþrungnu andlegu lífi, en að vera á sama tíma hluti af samfélaginu.

Ef einhver segist ætla að segja skilið við heiminn til að skynja Guð, þá vil ég benda honum á að hann er að gera mistök. Með því að segja skilið við alla, hverju er viðkomandi að taka á móti? Guði? Nei! Guð býr er sérhverri mannssál. Í dag mun viðkomandi afneita heiminum og á morgun mun hann komast að því að Guð er hvergi annars staðar.Guð býr í heiminum. Það er viðhorf viðkomandi sem hindrar hann í að sjá Guð í heiminum…Vissulega þurfum við að segja skilið við ýmislegt í andlega lífinu. En við ætlum ekki að segja skilið við fólk; við ætlum að segja skilið við eiginleika, eiginleika sem standa í vegi okkar fyrir einingu með Guðdóminum. Við ætlum að segja skilið við efasemdir, ófullkomnun, fávisku og dauða. 

Sri Chinmoy7

Sköpunarverk Sri Chinmoys á sviði ljóða, myndlistar, tónlistar og íþrótta sýna fram á að innri þögn sem sprettur úr djúpri hugleiðslu getur gefið mannlegum athöfnum aukna merkingu og uppfyllingu.

Umbreyting í gegnum viðurkenningu og sátt

Hver og einn verður að viðurkenna sig eins og hann er: að hálfu leyti í fávisku og að hálfu leyti vitur. Ef við viðurkennum ekki okkur að öllu leyti, bæði fávísa og vitra hlutann, getum við ekki náð Markinu. Fyrst verðum við að vera sátt við myrkrið og ljósið. Síðan verðum að sjá ljósið í okkur sem mikilvægara, óendanlega mikilvægara. Þá og aðeins þá mun fávísi hluti okkar umbreytast.

Sri Chinmoy


Á sama hátt trúði Sri Chinmoy að heiminum yrði aðeins breytt til hins betra með því að sætta sig við hann og þykja vænt um hann eins og hann er nú.

Ef þú vilt í alvöru elska mannkynið, þá verður þú að elska mannkynið eins og það er nú og ekki vænta þess að það komist á eitthvað stig. Ef mannkynið verður að verða fullkomið áður en þú getur sætt þig við það, þá hefur það ekki þörf fyrir kærleika þinn, væntumþykju og umhyggju.  Mannkynið þarf á hjálp þinni að halda núna, í ófullkomnun sinni. Veittu mannkyni takmarkalaust alla þá hjálp sem þú getur veitt því, sama hversu ófullkomin og lítilvæg hún kann að vera.

Sri Chinmoy8


Ummæli heimsþekktra leiðtoga

Á 43 ára ferli sínum á vesturlöndum, hitti Sri Chinmoy marga heimsþekkta leiðtoga og fólk af öllum stigum og stéttum sem hefur orðið öðrum hvatning. Hér er lítið úrval af ummælum þessa fólks um Sri Chinmoy.

President Mikhail Gorbachev

“Kærleiksríkt hjarta þitt og djúp viska þín kallar fram takmarkalausa aðdáun mína.”

- Mikhail Gorbachev  1992

“Það eru ekki margir sem hafa helgað sig jafn einlægt hugsjónum kærleika, friðar og skilnings í garð allra manna, eða gefa jafn mikið af sér...”

- Mikhail Gorbachev  1995 9

Mikhail Gorbachev

President Nelson Mandela

“Ég get ekki tjáð gleði mína í orðum! Það sem þú gerir er í þágu alls mannkyns og heimsins.”

- Nelson Mandela  janúar 1996

“Ég finn til auðmýktar að óska leiðtoga eins og þér til hamingju með afmælið, þar sem þú hefur sýnt að þú ert einstakur baráttumaður friðar.”

- Nelson Mandela  ágúst 1996 10

Nelson Mandela

Jóhannes Páll páfi II

“Ég er mjög þakklátur fyrir heimsókn þína. Guð blessi þig og allar þínar íhugulu athafnir.”

Jóhannes Páll páfi II  1988

“Sérstaka blessun handa þér. Sérstakar kveðjur til meðlima þinna. Við skulum halda áfram saman.”

Jóhannes Páll páfi II  1980 11

Pope John Paul II

Páll páfi VI

“Þessi fundur okkar var nauðsynlegur. Boðskapur okkar er sá sami. Þegar við yfirgefum þennan heim, þú og ég, munum við hittast á ný.”

Páll páfi VI 1972

“I want to tell you that I am truly proud of your service to the United Nations.”

Páll páfi VI  1973 12

Pope John Paul II

Moðir Teresa

"Megi við halda áfram að vinna Verk Guðs saman. Hve fögur eru verk þín fyrir heimsfrið og mannkyn allt!"

- Moðir Teresa  1996

"Ég er svo ánægð með öll þau góðu verk sem þú vinnur fyrir heimsfrið og fyrir fólk um allan heim. Megi við halda áfram að vinna saman og deila með okkur, allt fyrir dýrð Drottins og til hins betra fyrir mannkyn."

- Moðir Teresa  1994 13

Video

Díana prinsessa

“Ég veit að þú, líka, reynir að minnka óþarfa þjáningu og hefur sannarlega hjálpað fjölda fólks…ég þakka þér fyrir gjafmildi anda þíns og sendi þér hjartans bestu óskir mínar.”

Díana prinsessa júlí 1997

“Bréf þín eru einstaklega hvetjandi. Í krafti þessarar hvatningar finn ég styrkinn til að halda áfram baráttunni gegn jarðsprengjum, sem er svo gríðarlega mikilvæg fyrir mig...”

Díana prinsessa ágúst 1997 14

Princess Diana

Desmond Tutu erkibiskup

“Þú ert hluti af hinu andlega afli kærleikans sem stafar frá Guði og mun umbreyta hinu illa í heiminum í andstæðu sína. Þakka þér fyrir að láta ekki deigan síga og halda áfram, halda áfram. Ef til vill heldur heimurinn áfram að vera til eingöngu vegna fólks eins og þín, sem hjálpa að halda honum á lífi.”

- Desmond Tutu erkibiskup 2004 15

Fleiri ummæli: Ummæli í kjölfar fráfalls Sri Chinmoy/welcome árið 2007, á srichinmoy.org

Video

Sri Chinmoy sem andlegur leiðtogi

p.jpgSri Chinmoy var andlegur leiðtogi þúsunda nemenda um allan heim. Hann mælti með að lifa öfgalausu lífi sem blandaði saman hugleiðslu og bæn við atorkusamt ytra líf þjónustu við heiminn:

Leið okkar, leið hjartans, er einnig leið viðurkenningar og sáttar. Við verðum að taka heiminum eins og hann er. Ef við dveljum í helli í Himalya fjöllunum eða sitjum á fjallstoppi og köllum eftir eigin árangri og uppfyllingu, þá munum við ekki gera neitt fyrir heiminn. Það er eins og að ákveða að ég ætla að borða mig saddan en leyfa bræðrum mínum að svelta. Það er ekki gott. Ef ég bý yfir manngæsku, þá vil ég að bræður mínir borði með mér. Einungis ef við sitjum saman til borðs getum við öðlast raunverulega uppfyllingu. 16


Til að læra meira um andlegt líf nemenda Sri Chinmoy, vinsamlegast lesið: Um Sri Chinmoy setrið »

Margir nemenda Sri Chinmoy hafa ritað um upplifanir þeirra með honum og þær mörgu leiðir sem hann notaði til að hvetja þá til að taka framförum í eigin lífi. Hér er yfirlit yfir lítið en vaxandi úrval þessara endurminninga. (á www.srichinmoycentre.org, en ensku)

  • Hugleiðslufundir með Sri Chinmoy /welcomevoru dásamleg blanda þögullar hugleiðslu, tónlistar, ljóðalesturs, bæna, sköpunar og gamanmála - auk sagna og vísdómskorna frá meistaranum.

  • Stundir með Sri Chinmoy/welcome: Kennari okkar bjó yfir þeim hæfileika að geta fyllt hið stysta samtal af kærleika og yndi.

  • Leiðsögn meistarans: Nemendur lýsa hinni, oft nær, ósýnilegu leiðsögn Sri Chinmoys, hvort sem málið snerist um vinnu nemendanna eða líf og dauða.