Getur slúður haft einhverja kosti?

Spurning; Getur slúður haft einhverja kosti? Sri Chinmoy: Við verðum að vita muninn á slúðri og spaugsemi. Við höfum öll gaman af að spauga. Meira að segja hefur Guð gaman af spaugi. En stundum er erfitt að greina á milli slúðurs og gamansemi. Í sköpunarverki Guðs, hefur allt sín eigin sérkenni. Myrkur er til staðar, en við ættum að varast að fara inn á myrk svæði. Ef við gerum það lendum við í alvarlegum vandræðum. Þetta getur átt við um slúður. Með því að fara með slúður erum við á engan hátt að hjálpa öðrum, síst af öllu hjálpum við manneskjunni sem við erum að slúðra um.     Við verðum að vera varkár hvert augnablik. Við verðum að haga okkur líkt og nirfillinn, við verðum að vernda okkar innri auð - okkar æðstu þrá , trúmennsku, kærleika, helgun og fórnfýsi - á sama hátt og nirfillinn sóar ekki fjármunum sínum. Nirflinum finnst hann myndi glata auðæfum sínum ef hann færi í verslun til að kaupa eitthvað. Það sama á við um okkur, þegar við höfum stundargaman af slúðri höldum við að engu sé að tapa. En það er ekki svo. Okkur finnst að við séum að skemmta okkur á kostnað annarra. Einhverjum hefur orðið á og við breiðum út fréttirnar. Við höldum að það skaði okkur ekki neitt. En allt hefur sitt aðdráttarafl. Líkt og smitandi sjúkdómur hafa bæði slæmir hlutir og góðir sitt aðdráttarafl. Öflin sem komu viðkomandi persónu til að misstíga sig eru lík mýflugum. Þær koma og bíta einhvern í dag og á morgun þegar þær sjá að þú ert að slúðra um þann sem var bitinn, koma þær og bíta þig. Þá verður þú sjálfur fórnarlamb slúðurs.     Slúður gagnast okkur aðeins á neikvæðan hátt. Þegar fólk er að skemmta sér á þann hátt verður það að finna að það fer á lægra vitundarplan. Ef eitthvað hjálpar okkur á jákvæðan hátt, mun okkur miða áfram. En ef eitthvað stendur í veginum getum við líka sagt að það sé til mikillar hjálpar. Sri Chinmoy Answers nr.26, spurning 7 Sri Chinmoy