Hvernig getum við umborið annað fólk...?

Spurning: Hvernig getum við umborið annað fólk, þegar við sjáum að það er ekki fullkomið? Sri Chinmoy: Ef þú vilt vera réttlátur og óhlutdrægur, líttu þá bara á einhvern hluta líkama þíns. Þú ert með tvö augu, en af einhverjum ástæðum líkar þér betur við hægra augað. Kannske sérðu betur með því en vinstra auganu. Og hvað gerir þú í því? Þú samsamar þig vinstra auganu jafnt og því hægra. Eins gæti vinstri handleggur þinn verið máttminni en sá hægri. En þú heggur hann ekki af þér þessvegna! Hann tilheyrir þér jafnt og sá hægri. Máttminni hlutar líkama þíns tilheyra þér alveg eins og þeir sterkari. Þegar þú sérð að einhver er ekki fullkominn verður þú að finna í hjarta þínu að sá einstaklingur er líka hluti af lífi þínu. Við verðum alltaf að vera mjög hyggin. Systur okkar og bræður sem eru minni máttar getum við gert sterkari með umhyggju okkar og samúð. Ef við aftur á móti höfnum þeim veikburðugu verðum við ekki heldur inn í myndinni! Hver er svo sem góður og hver er slæmur? Bara vegna þess að ég get sagt einhvern vera ófullkominn, get ég ekki sagt að ég sé sjálfur fullkominn. Hversvegna ætti Guð að umbera mig ef ég get ekki umborið aðra? Sri Chinmoy Answers nr.16 bls.3-4 Sri Chinmoy