SriChinmoy.org
is More about Sri Chinmoy
x

Að elska og þjóna heiminn

útdráttur úr ritum Sri Chinmoys

Mannkynið er hluti af Guði. Er þá hægt að afneita mannkyninu en taka Guðdómnum fagnandi? Við verðum að taka heiminum eins og hann er á þessari stundu. Hvernig á okkur að lánast að umbreyta því sem við viljum ekki takast á við? Getur leirkerasmiðurinn mótað leirinn ef hann vill ekki snerta á honum? Hugleiðsluiðkandinn verður að koma fram sem sönn hetja mitt á meðal mannanna.

Mannkynið eins og það er í dag er afar, afar langt frá fullkomnun. En við tilheyrum því. Getum við losað okkur við bræður okkar og systur sem eru eins og limir á eigin líkama? Með því erum við einungis að hamla okkur í að láta eitthvað gott af okkur leiða í veröldinni. Við verðum að líta á mannkynið sem hluta af okkur sjálfum. Ef við erum í aðstöðu til að hvetja aðra, ef við eram einu skrefi framar en aðrir, höfum við tækifæri til að þjóna guðdómnum í þeim sem fylgja okkur eftir.

Við verðum að horfast í augu við veröldina og skynja hið Hæsta hér í þessum heimi. Ekki viljum við flýja veruleikann. Hverjir flýja af hólmi? Þeir sem eru hræddir og þeir sem halda að þeir hafi brotið alvarlega af sér. Við höfum ekki gerst brotleg og þurfum því ekki að óttast umheiminn.

Þegar við lítum í kringum okkur blasir við stórgölluð veröld. Við reynum að flýja hana til að vemda okkur sjálf. En ég vil leyfa mér að segja að mun ægilegri óvinur en heimur nútímans, er enginn annar en okkar eigin hugur. Þó við flýjum upp í einsetuhelli komumst við ekki undan honum. Við burðumst með þennan huga með okkur — huga sem er uppfullur af kvíða, öfund, efa, ótta og öðru óguðlegu. Þessi hugur okkar þvingar okkur til að vera áfram á orustuvelli lífsins. Hvaða gagn gerir það okkur þá að fara aðeins með líkamann út úr hringiðu daglegs lífs ef við sigramst ekki á huganum á meðan við dveljum þar?

Við þurfum ekki og megum ekki setjast að í helli í Himalajafjöllum til þess að hugleiða. Við verðum að reyna að umbreyta ásýnd heimsins í krafti helgunar okkar við guðdóminn í mannkyninu. Hugleiðsla er ekki flótti. Hugleiðsla er að viðurkenna lífið í heild sinni með það fyrir augum að umbreyta því svo hinn guðlegi Sannleikur nái að birtast í sinni æðstu mynd á jörðinni.

Þeir, sem hugleiða eingöngu í þágu síns eigin innri friðar og framfara og kæra sig ekki um að láta neitt af hendi rakna til heimsins, eru eigingjarnir. Svo eru aðrir sem vilja færa heiminum eitthvað en vilja ekki hugleiða til þess að öðlast eitthvað sem er þess virði að gefa. Slíkt er heimska. Hvernig er hægt að gefa eitthvað, sem við ekki eigum? Margt fólk er reiðubúið að gefa af sér en hvað hefur það fram að færa? Við verðum að gera það sem okkur ber. Fyrst ávinnum við okkur einhvers og síðan verðum við að bjóða það. Á þann hátt þóknumst við Guði og uppfyllum mannkynið.

Að elska er að sjá mann í Guði.
Að þjóna er að sjá Guð í manni.

Sri Chinmoy


Spurning: Hvernig getum við umborið annað fólk, þegar við sjáum að það er ekki fullkomið?

Sri Chinmoy: Ef þú vilt vera réttlátur og óhlutdrægur, líttu þá bara á einhvern hluta líkama þíns. Þú ert með tvö augu, en af einhverjum ástæðum líkar þér betur við hægra augað. Kannske sérðu betur með því en vinstra auganu. Og hvað gerir þú í því? Þú samsamar þig vinstra auganu jafnt og því hægra. Eins gæti vinstri handleggur þinn verið máttminni en sá hægri. En þú heggur hann ekki af þér þess vegna! Hann tilheyrir þér jafnt og sá hægri. Máttminni hlutar líkama þíns tilheyra þér alveg eins og þeir sterkari. Þegar þú sérð að einhver er ekki fullkominn verður þú að finna í hjarta þínu að sá einstaklingur er líka hluti af lífi þínu. Við verðum alltaf að vera mjög hyggin. Systur okkar og bræður sem eru minni máttar getum við gert sterkari með umhyggju okkar og samúð. Ef við aftur á móti höfnum þeim veikburðugu verðum við ekki heldur inn í myndinni! Hver er svo sem góður og hver er slæmur? Bara vegna þess að ég get sagt einhvern vera ófullkominn, get ég ekki sagt að ég sé sjálfur fullkominn. Hvers vegna ætti Guð að umbera mig ef ég get ekki umborið aðra?


Spurning: Hvernig getum við forðast að gagnrýna aðra?

Sri Chinmoy: Við verðum ávallt að hafa í huga hvað gerist þegar aðrir gagnrýna okkur. Það er svipað og þegar tveir hnefaleikarar eru að berjast. Ég er hnefaleikari og einhver annar er líka hnefaleikari. Þegar ég gagnrýni einhvern er það líkt og að koma á hann höggi og meiða hann. Og þegar hann gagnrýnir mig er hann að meiða mig og gera mig dapran. Ef við getum munað hvernig okkur líður þegar við erum sjálf gagnrýnd, getum við haft samúð með öðrum. Ef okkur líkar ekki að verða fyrir árás annarra hversvegna ættum við þá að ráðast á þá. Reyndu að hugsa þér annað fólk sem blóm. Láttu þér finnast að þú sért að ganga inn í garð. Þú getur notið fegurð blómanna, eða þú getur á hinn bóginn eyðilagt þau eitt af öðru. Ef þú gagnrýnir aðra ert þú að eyðileggja blómin. Hverskonar fegurð, hreinleika og aðra Guðlega eiginleika finnurðu í garðinum þegar búið er að eyðileggja öll blómin?     Hvernig getur þú sannað fyrir umheiminum að þú búir yfir visku ef þú ert stöðugt að gagnrýna aðra? Allt sem kemur þér að gagni í andlega lífinu, verður þú að framkvæma eins oft og mögulegt er, allt sem ekki hjálpar þér verður þú að gefa upp á bátinn. Áður en þú lagðir út á andlega braut gerðir þú marga óguðlega hluti. Þegar þú gefur þig að andlega lífinu, þýðir það að þú sért tilbúin að hafna þessum slæmu eiginleikum. Þegar þú hefur löngun og vilja til að gera hið rétta, yfirgefa þessir slæmu eiginleikar þig sjálfkrafa.


Spurning: Getur slúður haft einhverja kosti?

Sri Chinmoy: Við verðum að vita muninn á slúðri og spaugsemi. Við höfum öll gaman af að spauga. Meira að segja hefur Guð gaman af spaugi. En stundum er erfitt að greina á milli slúðurs og gamansemi. Í sköpunarverki Guðs, hefur allt sín eigin sérkenni. Myrkur er til staðar, en við ættum að varast að fara inn á myrk svæði. Ef við gerum það lendum við í alvarlegum vandræðum. Þetta getur átt við um slúður. Með því að fara með slúður erum við á engan hátt að hjálpa öðrum, síst af öllu hjálpum við manneskjunni sem við erum að slúðra um.     Við verðum að vera varkár hvert augnablik. Við verðum að haga okkur líkt og nirfillinn, við verðum að vernda okkar innri auð - okkar æðstu þrá , trúmennsku, kærleika, helgun og fórnfýsi - á sama hátt og nirfillinn sóar ekki fjármunum sínum. Nirflinum finnst hann myndi glata auðæfum sínum ef hann færi í verslun til að kaupa eitthvað. Það sama á við um okkur, þegar við höfum stundargaman af slúðri höldum við að engu sé að tapa. En það er ekki svo. Okkur finnst að við séum að skemmta okkur á kostnað annarra. Einhverjum hefur orðið á og við breiðum út fréttirnar. Við höldum að það skaði okkur ekki neitt. En allt hefur sitt aðdráttarafl. Líkt og smitandi sjúkdómur hafa bæði slæmir hlutir og góðir sitt aðdráttarafl. Öflin sem komu viðkomandi persónu til að misstíga sig eru lík mýflugum. Þær koma og bíta einhvern í dag og á morgun þegar þær sjá að þú ert að slúðra um þann sem var bitinn, koma þær og bíta þig. Þá verður þú sjálfur fórnarlamb slúðurs.     Slúður gagnast okkur aðeins á neikvæðan hátt. Þegar fólk er að skemmta sér á þann hátt verður það að finna að það fer á lægra vitundarplan. Ef eitthvað hjálpar okkur á jákvæðan hátt, mun okkur miða áfram. En ef eitthvað stendur í veginum getum við líka sagt að það sé til mikillar hjálpar.
 

Ég trúi því að ástin sé alltaf eins hvort sem hún sé mannleg eða guðleg. Er þetta rétt?

Nei, ungi vinur minn. Mannleg ást og guðleg ást eru tvennt ólíkt. Ef ég læt þig hafa fimmtíu krónur og þú gefur mér súkkulaðistykki kallast það mannleg ást. Ef um Guðlega ást hefði verið að ræða hefðir þú ekki beðið eftir að ég léti þig hafa fimmtíu krónumar. Þú hefðir gefið mér súkkulaðistykkið að eigin frumkvæði. Guðleg ást er fórn í þessari fórn ert þú að uppfylla Vilja Guðs, meðvitað eða ómeðvitað. Í mannlegri ást sýnum við ást kaupandans og seljandans sem em annað orð yfir eigingirni. En athugaðu að ég er ekki að segja fólk geti ekki tjáð Guðlega ást. Það getur það og gerir oft. En stöðug Guðleg ást er eins og stendur sjaldgæf hjá fólki.