Forspá

Spurning: Telur þú að forspárhæfileikar geti takmarkað frjálsan vilja mannsins?

Sri Chinmoy: Forspá takmarkar ekki endilega frjálsan vilja mannsins. Það fer algjörlega eftir visku og getu þess er hefur þekkingu á framtíðinni að meðhöndla forspárshæfileikann. Það gæti verið hjálplegt að hafa getuna til að vita framtíðina, en maður ætti ekki að biðja Guð um að veita sér getuna. Maður ætti aðeins að biðja til Guðs um fullnustu Hans vilja.

Spurning: Er gott að hafa þekkingu á framtíðinni?

Sri Chinmoy: Að þekkja framtíðina er aðeins gott ef maður hefur þolinmæði, trú og visku til að nota þessa þekkingu á viðeigandi hátt.

Segjum að þú sjáir eitthvað í lífi þínu sem dregur úr þér kjark, er letjandi, eyðileggjandi og mun eiga sér stað í náinni framtíð. Fyrst þú veist það fyrirfram, þá hefur þú tækifæri til að biðja til Guðs um að afstýra ógæfunni. Á hinn bóginn ef þú sérð að eitthvað gott, Guðlegt, hvetjandi, upplýsandi og uppfyllandi mun eiga sér stað í náinni framtíð, þá getur þú strax byrjað að biðja til Guðs með einlægu þakklæti og beðið um að Guð flýti fyrir þessari uppfyllandi opinberun.

Guð gæti svarað bæn þinni og flýtt fyrir ferlinu ef Hann sér að þú virkilega metur blessun Hans. Ef Guð svo blessar þig með innri sýn og með getu til að þekkja framtíðina þá verður þú að nota hana á réttan hátt. Það er til fólk sem hefur þessa sýn en hefur ekki næga visku til að nota hana varlega. Þegar það spáir miklum hörmungum í framtíðinni, skapar það gagnslausa og eyðileggjandi hræðslu í fólki í staðinn fyrir að veita þeim innblástur til að biðja um vernd og uppljómun.