Skrif Sri Chinmoys

Hér verða birtar þýðingar á djúpum og uppörvandi skrifum Sri Chinmoys. Ritverk »

Hjarta mitt þarfnast einungis eins:
leiðsagnar um hinn ævaforna stíg
lífsblómgandi sjálfsvitundar. 1

Langi þig að ná
guðdómlegum og einstökum árangri,
þá skaltu á hverjum degi vökva
grænar jurtir garðsins í hjarta þínu2

 

 

Ég hef heitið því
að framfylgja tvennu:
Ég mun bera hjarta mitt upp til Himna
til að útbreiða bjargarlaust ákall heimsbyggaðarinnar.
Ég mun bera sálu mína niður til jarðar
til að útbreiða hamingju-ljós Himnanna.3List
er það að uppgötva Guð.
Að uppgötva Guð
er það að ná stjórn á eigin lífi.4

 

Ef þú getur staðið af þér háska-ský
þá munu himnesku leyndardómarnir
sem búa handan þessa heims og hugaróra hans
falla þér í skaut. 5
 

 

Hvar, æ hvar, er Guð?
Er Hann í einfaldri von minni?
Hvar, æ hvar, er Guð?
Er Hann í einingar-faðmi mínum? 6

 

Hvað sé ég
í Himna-frjálsum huga mínum?
Ég sé kort
af næturkyrrðinni
Ánægju-bros.7

 

Listin að vakna til vitundar
er eilíf pílagrímsför
háleita mannsins 8

 

Mér er ekki til setunnar boðið!
Sjálfur Drottinn minn kæri
bíður mín í ofvæni.
Ég má ekki vera hræddur!
Sjálfur Drottinn minn kæri
er hlaupandi á leiðinni
til að bjarga mér hér og nú.
Ég mun svala jarðbundnum þorsta Hans
og Hann mun seðja Himna-frjálst hungur mitt.

Ten-Thousand Flower-Flames nr.4447 eftir Sri Chinmoy
Read this poem in English

Rétt eins og blómin sem sofa
á kyrrlátri kvöldstund
mun mjallhvítt hjarta mitt halla höfði
að hinni sí-vaxandi Dögun.

Ten-Thousand Flower-Flames nr.273 eftir Sri Chinmoy
Read this poem in English


Að elska er að sjá mann í Guði.
Að þjóna er að sjá Guð í manni.

Vanþakklæti eflir dýrslegt eðli okkar,
veikir mannlegt eðli okkar
og styttir guðlegt eðli okkar

Langar þig að vera hamingjusamur? Ef svo er, skaltu annaðhvort ýta langanalífi þínu til hliðar eða draga gróskulíf þitt inn á vi

Það er mannlegt að skjátlast, en einungis útvaldir einstaklingar búa yfir þeirri Guðsgjöf að geta fyrirgefið.

Um síðir munum við gefa Guði það sem Hann hefur þegar gefið okkur: Sálþrungið ákall Eilífðarinnar og frjósamt bros Óendanleikans.

Að varðveita glaðværð í algjöru bjargarleysi er að byrja að klifra upp Guðsskynjunartréð og að byrja að klifra niður Formbirtingartréð.

Ég hef uppgötvað tvo staði þar sem Guð er ekki að finna. Hann er ekki í vanþakklátu hjarta mínu og Hann er ekki í ósætti mínu út í lífið. Það er sama hvað ég reyni, ég get einfaldlega ekki verið þar sem Guð er ekki.

Í gær var glaðværð mín óviðjafnanlega afrekið mitt. Í dag er innileiki minn óviðjafnanlega afrekið mitt. Á morgun verður fúsleiki minn óviðjafnanlega afrekið mitt.

Engir tveir vinir eru jafn nánir og glaðværð og sjálfsöryggi.

Andlegur meistari var eitt sinn spurður hvers vegna hann talaði svona mikið. Hann svaraði um hæl: "Það seður. Það seður mannlegt eðli mitt og það seður guðdómlegt eðli andlegu barnanna minna."

United Nations Meditation-Flowers And Tomorrow's Noon eftir Sri Chinmoy


 

 

  Staðfasti hugurinn minn situr og lætur sig dreyma
við rætur Fullkomnunar-Trés Drottins Föður míns.
Viljuga hjartað mitt klifrar upp og úðar í sig
Allsnægta-Ávöxtum Drottins Föður míns.

Ten-Thousand Flower-Flames nr.6608 eftir Sri Chinmoy
Read this poem in English       Sérhvern dag kveður sál mín
sólarljóð handa Drottni Alföður
til að opna hjarta-blóm
lífs míns.

Ten-Thousand Flower-Flames nr.5651 eftir Sri Chinmoy
Read this poem in English       Skáldin framtíðarinnar
munu ekkert syngja nema einn söng:
Sönginn um fegurðina
sem býr í einföldu hjarta
hinnar djúpvitru sálar.

Ten-Thousand Flower-Flames nr.4622 eftir Sri Chinmoy
Read this poem in English       Þegar hinir helgu vitringar syngja
safnar hin sífellt sárlegri þrá hjarta míns
uppskeru þagnar-sælunnar
saman.  
Ten-Thousand Flower-Flames nr.4921 eftir Sri Chinmoy
Read this poem in English   Að festast í mýrarfeni fáviskunnar
er sjúkdómur sem hrjáir alla heimsbyggðina.
Þegar hjartað byrjar að syngja
nýjan söng,
söng háleita ákallsins,
mun sjúkdómur heimsbyggðarinnar
umbreytast í
yfirskilvitlegu lækninguna

Ten-Thousand Flower-Flames nr.2795 eftir Sri Chinmoy
Read this poem in English   Eftir hverju er ég að bíða?
Ég er að bíða eftir
innilegu brosi frá hjarta mínu
til að bjarga vonlausu
og stefnulausu lífi mínu.

Ten-Thousand Flower-Flames nr.2243(link is external) eftir Sri Chinmoy
Read this poem in English     English

Æ hugur minn,
þú ert alltaf með
þungskýjaðan himinn í eftirdragi.

Æ hjarta mitt,
þú ert alltaf með
mánaskin í eftirdragi.

Æ sálin mín,
þú ert alltaf með
sæluvímu sólarinnar í eftirdragi.     Ekkert mótstöðuafl getur vogað sér

að standa til frambúðar
í vegi fyrir rísandi ákalli hjarta míns.

Ten-Thousand Flower-Flames nr.4409 eftir Sri Chinmoy
Read this poem in English

 

Sérhvert þjónustu-hjarta
mótar fullkomna fegurðina
í hinum sífellt-framúrskarandi
nýja heimi
morgundagsins.

Sri Chinmoy - Ten-Thousand Flower-Flames, 1272(link is external) English version

 

Spurningar og svör — Sri Chinmoy hefur svarað hundruðum spurninga í gegnum tíðina. Hér koma nokkrar þýddar spurningar og svör.

Sögur — Sri Chinmoy hefur skrifað fleiri hundruð sögur. Sumar eru um andlega meistara og nemendur þeirra, sumar eru um dulræna krafta og margt sem er á mörkum hins ótrúlega og enn aðrar varpa ljósi andlegs meistara á mannlegt líf.